Umhverfisnefnd hefur nú lokið árlegri yfirreið sinni um sveitarfélagið í leit að snyrtilegum eignum sem skara fram úr. Auglýst var eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga og fóru nefndarmenn vítt og breitt um sveitarfélagið og skoðuðu eignir sem tilnefndar voru af íbúum ásamt eignum sem nefndin hefur fylgst með undanfarin ár og lofað hafa góðu.
Margt gott hefur verið gert í sveitarfélaginu sem vert er að veita athygli. Hér eru garðar og lóðir ásamt húseignum sem árum saman hafa verið til fyrirmyndar. Við nýbyggingar er einnig vert að veita athygli þeim sem ganga fljótt og vel frá lóðum húsa sinna. Nokkur gömul hús hafa líka fengið andlitslyftingu svo eftirtektarvert er.
Betur má þó ef duga skal og ef bærinn á að skara fram úr í snyrtimennsku á komandi árum þá þurfa hendur víða að standa fram úr ermum. Fjöldi húsa og garða er í niðurníðslu og þarfnast verulegra úrbóta. Ljóst er að góðir hlutir gerast hægt og er vonin að með áminningum, viðurkenningum og hrósi til íbúa breytist ásýnd bæjarfélagsins okkar til batnaðar.
Umhverfisnefnd vill að þessu sinni hrósa eigendum eftirtaldra húseigna fyrir framtak sitt við að halda umhverfinu snyrtilegu og stuðla þannig að fyrirmyndar bæjarbrag:
Fyrir snyrtilega garða og hús:Aragerði 18Austurgata 4Brekkugata 4Brekkugata 15Fagridalur 10Heiðargerði 28Hólagata 1cHólagata 2bHvammsgata 7HvammurLeirdalur 14 Sunnuhlíð, VatnsleysuströndVogagerði 9 efri hæðVogagerði 14 Vogagerði 16 Vogagerði 33
Fyrir endurbætur á húsum:Hafnargata 22Hábær (eldri hlutinn) Holt (Ægisgata 43)Kálfatjarnarkirkja Klöpp (Ægisgata 39)Minna Knarrarnes
Fyrir endurbætur á lóð/landareign:Halakot, Vatnsleysuströnd Hvammsgata 1
Að auki eru þeir sem fengið hafa umhverfisviðurkenningu undanfarin 5 ár, en þeir eru ekki taldir upp hér.
16. ágúst 2007