Bæjarstjóri
Guðrún P. Ólafsdóttir
Sími: 440-6200
Netfang: gudrun.olafsdottir@vogar.is
Viðtalstímar:
Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga er með viðtalstíma á föstudögum frá kl. 10:00-12:00.
Nauðsynlegt er að panta viðtalstíma fyrirfram með því að hafa samband í síma 440-6200 eða á skrifstofa@vogar.is
Viðtalstímar fara fram á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins, Iðndal 2 í Vogum.
Hlutverk bæjarstjóra
- Bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins.
- Hann skal sitja fundi bæjarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda bæjarfélagsins með sömu réttindum.
- Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarstjórnar, og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur.
- Bæjarstjóri er prókúruhafi bæjarsjóðs, en honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni bæjarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Prókúruhafar bæjarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.
- Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.
- Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs bæjarfélagsins.
- Í samþykkt um stjórn bæjarfélagsins skal setja nánari ákvæði um verksvið framkvæmdarstjóra og mörk milli þess og ákvörðunarvalds bæjarstjórnar og bæjarráðs.