Tjaldsvæði í Sveitarfélaginu Vogum er í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar við Hafnargötu 17.
Tjaldstæðið er á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur sveitarfélagsins. Búið er að koma upp litlu aðstöðuhúsi með vatnssalerni og uppþvottaaðstöðu, sem er til afnota fyrir gesti tjaldstæðisins. Utan á aðstöðuhúsinu eru jafnframt rafmagnstenglar til notkunar fyrir gesti tjaldstæðisins, einkum þá sem eru á húsbílum, húsvögnum og fellihýsum.
Sveitarfélagið Vogar býður ferðamenn velkomna á tjaldstæðið og vonar að þeir njóti dvalarinnar.