Sveitarfélagið Vogar greiðir íbúum sveitarfélagsins 18 ára og yngri og 67 ára og eldri árlegan frístundastyrk. Tilgangurinn með styrknum er að gera þessum aldurshópum kleift að iðka frístundir og efla þar með andlega, félagslega og líkamlega heilsu þeirra.
Styrkur er veittur fyrir öllu almennu frístundastarfi, svo sem íþróttastarfi, menningarstarfi og annars konar uppbyggjandi starfi.
Upphæð frístundastyrks er ákvörðuð við gerð fjárhagsáætlunar og árið 2024 er sú upphæð kr. 41.000.
Almennar reglur um frístundastyrk
Sótt er um frístundastyrkinn í gegnum Sportabler.
Þegar forráðamenn skrá barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þurfa þeir að haka við kassann „nota hvatagreiðslur“ og þá lækkar upphæð æfingagjalda um þá upphæð sem nemur inneign árlegs styrks fyrir barnið.
Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Netfang gudmundurs@vogar.is