Reykjanes jarðvangur nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar. Jarðvangurinn er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar. Í tilfelli Reykjanes jarðvangs er það Atlantshafshryggurinn, flekaskilin og afleiðingar þeirra.
Kynnið ykkur betur starf Reykjanes UNESCO Global Geopark á heimasíðu þeirra: http://www.reykjanesgeopark.is/is