Vogatjörn er í hjarta þéttbýlisins í Vogum og eitt helsta bæjarprýði staðarins. Hún er rétt við sjóinn og höfnina og grunnskólinn Stóru-Vogaskóli stendur við hana. Norðurbakkinn er manngerður en aðrir bakkar hennar eru vaxnir náttúrulegum gróðri. Stór hólmi er í Vogatjörn. Hann er sléttur og láglendur, vaxinn votlendisgróðri og fer oft á kaf á veturna. Vogatjörn er rúmlega tveir hektarar að stærð, þar af er hólminn u.þ.b. hálfur hektari.
Hér má nálgast mjög fróðlega grein um Vogatjörn eftir Þorvald Örn Árnason líffræðing.