Stuðningsþjónusta í formi félagslegrar heimaþjónustu felur í sér að efla þjónustuþega til sjálfshjálpar og stuðla að því að viðkomandi geti búið sem lengst í heimahúsi. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er meðal annars:
Umsóknarferlið og þjónustuþörf
Umsækjendur skulu fylla út skriflega umsókn á þar til gerðu eyðublaði. Í kjölfarið er þjónustuþörfin metin, í hverju tilviki fyrir sig. Mat á þjónustuþörf er ávallt unnin í samvinnu við umsækjanda og leitast er við að veita þjónustu sem hann eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir. Forsendur þjónustunnar er að notandi þjónustunnar búi í heimahúsi og geti ekki séð um heimilishald og persónulega umhirði vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Í þeim tilvikum sem umsækjandi deilir heimili með fullorðnum einstaklingi (þ.e. 18 ára og eldri), sem á ekki við veikindi að stríða, er að öllu jöfnu ekki veitt félagsleg heimaþjónusta.
Við mat á þjónustuþörf skulu að minnsta kosti eftirfarandi fjórir meginþættir skoðaðir sem hafa áhrif á athafnir daglegs lífs:
1. Þörf umsækjanda fyrir þjónustu.
2. Félagslegar aðstæður umsækjanda.
3. Færni og styrkleikar umsækjanda.
4. Samfélagsþátttaka, valdefling og virkni umsækjanda.
Starfsfólk félagsþjónustunnar er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði, svo sem ef barni er hætta búin.
Kostnaður vegna félagslegrar heimaþjónustu er háð gjaldskrá sveitarfélagsins og er greiðsluseðill sendur í heimabanka mánaðarlega.