Félagsmiðstöðin Boran

Hafnargötu 17, 190 Vogar
Sími: 440-6225

Opnunartími Borunnar:

Mánudagur:
20:00-22.00 8. 9. & 10. Bekkur

Þriðjudagur:
18:00-20:00 5.-7.bekkur

20:00-22.00 8. 9. & 10. Bekkur

Fimmtudagur:
Ungmennahús 16+   Boran opin fyrir fólk eldra en 16.   19:00-21:00

Föstudagur:
20:00-23:00 8. 9. & 10. Bekkur (Annanhvern föstudag er opið frá 20:00-22:00)

*Ýmsar uppákomur eru vikulega, þær eru auglýstar sérstaklega

BORAN ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ BREYTA OPNUNARTÍMA EF ÞARF.

 Foreldrar kynnið ykkur viðburði á okkar vegum, það þarf leyfisbréf í ALLA viðburði sem eru haldnir utan hefðbundins opnunartíma eða utan bæjarfélagsins.

Facebook síða Borunnar

Starfsfólk 

Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta og tómstundafulltrúi, gudmundurs@vogar.is 
Fanney Lind Einarsdóttir
Marín Guðmundsdóttir
Róbert Andri Drzymkowski

Félagsmiðstöðin er til húsa í sameiginlegu húsnæði Frístundar og Félagsmiðstöðvarinnar Borunnar.

Meginmarkmið

Í félagsmiðstöðinni Borunni á starfið að skipta máli fyrir einstaklinginn og samfélagið í kringum hann. Reynt er  að hafa úrval afþreyinga, uppákoma og viðburða með það að markmiði að auka vellíðan og ánægju, efla þroska og  auka víðsýni. Starfsmenn gera sér grein fyrir því að þetta er frítími unglinganna og okkar starf felst í því að auka úrval afþreyingar og hafa afdrep fyrir þau þegar þeim hentar.

Þær leiðir sem farnar eru til að ná settum markmiðum:

  • Virkja unglinga í starfi.
  • Kenna unglingum að virða reglur og virða starfsemina og umhverfi hennar.
  • Gefið unglingum kost á að hafa áhrif á starfsemina og verkefnaval hennar.
  • Auka vellíðan og ánægju, þarf unglingurinn að:
  • VITA : Að hver og einn á að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
  • Finna fyrir : Hvatningu  á jákvæðan hátt af félögunum og starfsmönnum.
  • Að læra að taka tillit til annara og þarfa þeirra. Hver og einn er sérstakur á sinn hátt.

Við þroskandi tómstundir fær einstaklingurinn að:

  • Fást við fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni.
  • Læra að einstaklingar eru misjafnir og við tökum vel á móti öllum.
  • Vinna á jafnréttis og lýðræðisgrundvelli.
  • Eyða frítíma sínum í umhverfi sem er aðlaðandi og vingjarnlegt. 

Dagskrá Félagsmiðstöðvarinnar er unnin af  starfsmönnum en dagskipulag ákveðinna viðburða er ákveðið  í samráði við Unglingaráð/Boruráð félagsmiðstöðvarinnar. 

Starfsfólk Félagsmiðstöðvarinnar aðstoðar við val á afþreyingu. Þess vegna er mikilvægt að það búi yfir þeirri reynslu sem þarf til að veita unglingunum ráðgjöf og athygli eftir umfangi verkefnanna.

Framtíðarsýn

Að ná sem bestum árangri í uppbyggingu  félagsstarfs unglinga í bæjarfélaginu bæði hvað varðar að skapa frumkvöðla og leiðtoga, efla einstaklinginn í einstaklings og hópaverkefnum. Örva unglinga til ákvarðanatöku og ábyrgðar á eigin gerðum. Með aukinni áherslu á þessa  þætti verða til sterkari einstaklingar sem munu geta haft áhrif innan sveitar sem utan.

Getum við bætt efni síðunnar?