Fræðsluskilti um Vogatjörn og Vogafjöru

Fræðsluskilti eru staðsett við Vogatjörn og Vogafjöru, en þau voru tekin í notkun á Fjölskyldudaginn í ágúst 2008. Skiltin eru fallega myndskreytt, en á þeim má finna mikið magn upplýsinga um dýra, fiska- og plöntulíf við tjörnina og í fjörunni. Auk þess sýnir skiltið við fjöruna Vogastapa og helstu örnefni þar. 

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur haft umsjón með verkinu í samstarfi við Jóhann Óla Hilmarsson fuglafræðing og ljósmyndara. 

Ljósmyndir á skiltunum eru teknar af Jóhanni Óli Hilmarssyni, en texti er eftir hann og Þorvald Örn Árnason. Eric dos Santos og Jóhann Óli Hilmarsson sáu um enska þýðingu. 

Stefnt er að því að halda áfram skráningu og merkingu náttúru- og menningarminja í sveitarfélaginu á næstu árum, en undanfarin tvö ár hefur verið unnið að skráningu fornminja í sveitarfélaginu í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands. Upplýsingar úr þeirri vinnu verða nýttar til að merkja helstu minjar.

Nánari upplýsingar um fugla má finna á fuglavef Jóhanns Óla fuglavefur.is  
Nánari uppýsingar um plöntur við Vogatjörn má finna hér á vefnum. 
Nánari upplýsingar um plöntur má finna á www.floraislands.is 

Sýnishorn af skiltunum á pdf formi má finna hér:

Vogatjörn

Vogafjara

Getum við bætt efni síðunnar?