Vinnukvöld verða hjá skógræktarfélaginu Skógfelli í júní öll miðvikudagskvöld kl 20:00.Fyrst ætlum við að hittast 6.júní á Háabjalla og bera á plöntur.13.
Sumarathvarf margra er garðholan við húsið. Fátt er ánægjulegra en að sitja í garðinum með kaffibollann og horfa yfir vel unnið verk. Garðurinn er griðarstaður fjölskyldunnar – framlenging á eldhúsinu eða stofunni og býður upp á ótal möguleika.Garðyrkja er vinna. Hún er stundum erfið og tímafrek en alltaf fyrirhafnarinnar virði. Vel við haldinn og snyrtur garður ber vitni um góðan eiganda.Garðyrkju fylgja ótal handtök og mismunandi verkefni. Fæst okkar hugsa endilega um vistvernd við garðvinnuna en hana má svo sannarlega tileinka sér við hana líkt og á heimilinu.Hér fylgja á eftir nokkrar hugmyndir að vistvænum vinnubrögðum í garðinum:Dreifa nýslegnu grasi af flötum í trjábeðFlestir slá grasflatir vikulega yfir sumartímann. Grasið sem til fellur er fíngert og fljótt að breytast í mold og því tilvalið að dreifa því yfir t.d.
Vikuna 9.-13.júlí mun skátafélagið Hraunbúar standa fyrir útilífsskóla hér í Vogunum fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára.Skólinn hefst kl 10:00 og lýkur um kl 16:00. Í Útilífsskóla Hraunbúa er þátttakendum gefinn kostur á fjölbreyttri dagskrá og upplifun úti í náttúrunni, þar sem unnið er eftir markmiðum skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.
Á fundi bæjarstjórnar í gær fór fram afhending á tveimur styrkjum úr Afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga.Þetta er fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum, en tilgangur hans er að styrkja einstaklinga eða hópa sem skarað hafa framúr í íþróttagrein sinni á landsvísu.
Sveitarfélagið Vogar auglýsir lausa til umsóknar 4.995 m2 lóð í nýju iðnaðarhverfi við Vogaafleggjara.Lóðin er nr.5 við Heiðarholt og er byggingarhæf.Umsækjendur skulu í umsókn greina frá þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er, og leggja fram tilboð í byggingarétt á lóðinni.
Gönguferðir Umhverfisnefndar halda áfram í júní.Tilgangur ferðanna er að kynnast umhverfi okkar og hafa áhrif á það til góðs.Allar göngurnar eru léttar.
Nú verður oftast gengið þriðjudagskvöld til að rekast ekki á vinnukvöld Skógræktarfélagsins (þau eru á miðvikudögum í júní).
Hvert
Mæta hvenær
Mæta hvar
Hvað er að sjá?
Um Brunnastaðahverfi
Þri.
Ný dagmóðir hefur tekið til starfa í Vogum, Steinunn Björk Jónatansdóttir.Steinunn hefur stundað nám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands og hefur reynslu af störfum í leikskóla, bæði með fötluðum og ófötluðum börnum. Sveitarfélagið Vogar niðurgreiðir gjöld hjá dagforeldrum samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins hverju sinni.