Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Mótum framtíðina okkar sjálf

  Miðvikudaginn 31.janúar síðastliðinn var haldinn fundur í Tjarnarsal þar sem Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi fjallaði um sjálfbæra þróun, Staðardagskrá 21 og hvernig við í Sveitarfélaginu Vogum getum mótað okkur framtíðarsýn í helstu málaflokkum.

Álagning fasteignagjalda 2007

  Á næstu dögum eiga fasteignaeigendur von á álagningarseðli ársins 2007 inn um lúguna hjá sér.Í ljósi þess er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þær forsendur sem liggja til grundvallar álagningunni og þeim breytingum sem verða á milli ára. Álagning fasteignagjalda fer samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr.

Sveitarfélagið Vogar fær úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2007 til uppbyggingar verkefna í öldrunarþjónustu.

Samband við foreldra hefur mikil áhrif á velferð unglinga

  Samband við foreldra hefur mikil áhrif á velferð ungmenna.Stuðningur, eftirlit og sá tími sem foreldrar eyða með börnum sínum eru þar lykilatriði.

Fornminjar – menningarverðmæti í hættu

    Vatnsleysustrandarhreppur á sér merka sögu.Hér var um aldir þétt byggð sjávarbúskapar með ströndinni og yfir veturinn voru íbúar stundum fleiri en nú.

Laus pláss hjá dagforeldri

Svanlaug Þorsteinsdóttir, dagforeldri í Sveitarfélaginu Vogum, er með laus pláss fyrir tvö börn.Hægt er að hafa samband við Svanlaugu í síma 567-1771. Gjaldskrá vegna vistunar hjá dagforeldrum má nálgast hér til vinstri undir Sveitarfélagið Vogar/Gjaldskrá/Vistun hjá dagmæðrum.

Nýr starfsmaður á bæjarskrifstofu

Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa á bæjarskrifstofum SveitarfélagsinsVoga.Gunnella Vigfúsdóttir hóf störf í síðustu viku og leysir RannveiguSveinsdóttur af hólmi, en hún hélt til starfa á fasteignasölu áhöfuðborgarsvæðinu.

Hingað og ekki lengra !

  Í dag var sett af stað verkefnið Hingað og ekki lengra, en það er áhugafólk um bætta umferðarmenningu á Suðurnesjum sem stendur að verkefninu og hefur í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu, lögregluna, umferðarstofu, ökukennara, Vegagerðina og aðra þá sem áhuga hafa á umferðarmálum kynnt metnaðarfulla áætlun um baráttuna við ofbeldi í umferðinni. Á fundinum áttu Vogar glæsilegan fulltrúa, en Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir sagði frá reynslu sinni af notkun ökurita í bíl sínum eftir bílpróf.

Ný gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga

  Niðurgreiðslur til dagforeldra hækka um rúm 100%   Nokkrar breytingar verða á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga á árinu 2007, en skatthlutföll og leikskólagjöld breytast ekki frá árinu 2006.   Stærsta breytingin er að niðurgreiðslur til dagforeldra aukast um rúm 100%, þannig að niðurgreiðsla fyrir fulla vistun verður 25 þús.

Liðveisla

  Við þurfum á þínum þrótti og skilningi að halda !   Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, SV.Garðs og Sv.Voga óskar eftir fólki með hjartað á réttum stað !   Óskað er eftir fólki til að starfa sem liðveitandi, persónulegur ráðgjafi og fólki með reynslu af börnum til að sinna hlutverki Stuðningsfjölskyldu.