Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Viðbygging-vígsla-veisla

Hin nýja viðbygging við Stóru-Vogaskóla var formlega vígð á föstudaginn.Við sama tilefni var nýr upphitaður gervigrasvöllur vígður.

Leikskólinn Suðurvellir er orðinn heilsuleikskóli

Þann 20.október sl.var haldin býsna fjölmenn hátíð í fjörunni í Vogum. Tilefnið var að leikskólinn okkar er nú orðinn heilsuleikskóli.  Námskrá leikskólans hefur verið uppfærð samkvæmt viðmiðum heilsustefnunnar og er nú hægt að nálgast hana hér á heimasíðunni.  Það var kveiktur varðeldur og sungið.  Öllum Vogabúum var boðið að samgleðjast á þessum tímamótum og þiggja kakó, kleinur og flatkökur.

Stofnun samtaka Heilsuleikskóla

Föstudaginn 4.nóvember voru stofnuð Samtök heilsuleikskóla í Salarlaug í Kópavogi.Markmið samtakanna er að stuðla að heilsueflingu íleikskólasamfélaginu, gæta hagsmuna heilsuleikskóla, efla samheldni þeirra og skapa vettvang til fræðslu og skoðanaskipta. Upphaf heilsuleikskóla Heilsuefling í skólum byrjaði 1994 sem samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins og Landlæknisembættisins við skóla á öllumskólastigum.

Afreksmannasjóður

Hreppsnefnd    hefur    samþykkt   reglur   um  afreksmannasjóð  íþróttamanna.   Markmið sjóðsins  er  að  styrkja  einstaklinga  og  hópa  sem  skara  frammúr  í  íþróttagrein sinni á  landsvísu.   Hreppsnefnd  veitir árlega  framlag  til  sjóðsins.  Sjá  nánar    "Reglur um afreksmannasjóð"

Markmiðið "Vogar færast í vöxt" hefur náðst.

Markmið um fjölgun íbúa í markaðsátakinu "Vogar færast í vöxt" hefur náðst.Undanfarinn mánuð hafa íbúar hreppsins rokkað á milli  997 og 1003.

Breyta hrepp í bæ.

Hreppsnefnd hefur samþykkt að óska eftir því við Félagsmálaráðuneytið aðbreyta hreppnum í bæ.Algengt er að sveitarfélög sem ná 1000 íbúa markinufari í  þessa breytingu á stjórnsýslunni.

Leyndardómar Vogatjarnar

Sjötti bekkur Stóru-Vogaskóla hefur verið að læra um líf í fersku vatni íhaust.Nemendur munu kynna lífríki og leyndardóma Vogatjarnar með sýningu.Spjöld með upplýsingum verða á gangi skólans í nýbyggingunni og nemendurmunu aðstoða gesti sýningarinnar við að skoða lífverur úr Vogatjörn ívíðsjá og smásjá í nýju náttúrufræðistofunni.Sýningin verður opin þriðjudaginn 1.

Þingmannaheimsókn

Þingmenn suður kjördæmis komu í heimsókn í Voga síðastliðinn föstudag.Hreppsnefnd tók á móti þeim í Íþróttamiðstöðinni þar sem málefni hreppsinsvoru reyfuð.

Sparkvöllur

Framkvæmdir eru hafnar við að útbúa sparkvöll við Stóru-Vogaskóla.Innlendir verktakar sjá um undibúningsvinnu en gerfigrasefnið er þýskt, unnið af tveim Slóvökum og einum Portúgala.

Bókasafnið opnar

  Eftir breytingar opnar bókasafnið loksins á fimmtudaginn 13.október. Opnunartími verður sá sami þ.e.  á mánudögum og fimmtudögum kl.