um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga
1994-2014
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir skv. 1 mgr. 21 gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 1994-2014.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Í breytingatillögunni felst annars vegar óveruleg stækkun iðnaðarreits norðan
Vogabrautar og hinsvegar er afmarkaður reitur undir bensínafgreiðslu á horni
Iðndals og Vogabrautar.
Breyting á deiliskipulagi
Hér með er lýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum, nánar tiltekið á iðnaðarsvæði við Vogabraut.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu bæjarins að Iðndal 2, Vogum frá og með 2. október 2006 til og með 30. október 2006.
Athugasemdum við tillögunarnar skal skila á skrifstofu bæjarins fyrir 13. nóvember 2006. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir innan tilgreinds frests telst samþykkur henni.
Vogum, 26 sept. 2006.
Forstöðumaður tæknideildar