Stóru- Vogaskóli kemur vel út úr könnun á verði á skólamat, en sem kunnugt tók bæjarstjórn ákvörðun um það síðastliðið sumar að skólamáltíðir skyldu vera gjaldfrjálsar.
Föstudaginn 18.maí var haldið sameiginlegt lokaball á vegum félagsmiðstöðvanna í Vogum, Sandgerði og Garði.Um 80 unglingar mættu á ballið þar sem dj Óli Geir þeytti skífum og gerði það frábærlega vel.
Sveitarfélaginu var í gær úthlutað 200.000 kr. styrk úr Þjóðhátíðarsjóði við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.Styrkurinn er veittur til að sinna vettvangsskráningu minja í sveitarfélaginu sem eru í hættu vegna sjávarrofs. Í Vatnsleysustrandarhreppi var um aldir þétt byggð útvegsbúskapar meðfram ströndinni.
Umhverfisnefnd stendur fyrir gönguferð að Brekku undir Vogastapa, í kvöld miðvikudagskvöld 23.maí. Gamla bæjarstæðið verður skoðað ásamt öðrum minjum á svæðinu, í fylgd kunnugra. Lagt verður af stað frá N1 kl.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 22.maí að veita tvo styrki úr Afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga.
Hulda Hrönn Agnarsdóttir, sundkona og Ásgeir Örn Þórsson, júdómaður hljóta 50.000 kr.
Félagsmiðstöðin Boran hefur gefið út sumarbækling sinn fyrir sumarið 2007.Bæklingnum var dreift í hús, en er líka aðgengilegur hér á vefnum.
Í bæklingnum má nálgast upplýsingar um sumarstarf félagsmiðstöðvarinnar, svo sem dagskrá leikjanámskeiða, ásamt upplýsingum um vinnuskólann.
Sumarbæklingur Borunnar 2007.
Um 50 manns sóttu borgarafund um nýtt aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga, sem haldinn var í Tjarnarsal á fimmtudag.Á fundinum var kynnt tillaga að nýju aðalskipulagi sem skal gilda til 2027.
Sveitarfélagið Vogar opnaði formlega nýja vefsíðu á slóðinni www.vogar.is í dag.Hildur Björg Sigurjónsdóttir og Kolbeinn Oddur Sigurjónsson, fulltrúar yngri og eldri borgara í Vogum opnuðu síðuna.
Á uppstigningardag verður gámasvæði Kölku við Vogahöfn opið frá kl.13:00 til 18:00, eins og um sunnudag væri að ræða.Almennur opnunartími er sem hér segir.