Stóru- Vogaskóli kemur vel út úr könnun á verði á skólamat, en sem kunnugt tók bæjarstjórn ákvörðun um það síðastliðið sumar að skólamáltíðir skyldu vera gjaldfrjálsar. Markmið breytinganna er að gera öllum börnum kleift að neyta hollrar máltíðar í hádeginu. Auk þess er markmið breytinganna að veita foreldrum svigrúm til að nýta þá fjármuni sem sparast til að gefa börnunum tækifæri til að sækja meira í íþrótta- og tómstundastarf.
Samkvæmt frétt á vf.is gerði Neytendastofa fyrir skemmstu könnun á verði skólamáltíða sem náði til 124 grunnskóla í 39 sveitarfélögum. Stóru- Vogaskóli er einn af tveimur grunnskólum í könnuninni þar sem skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar, en hinn skólinn er á Skagaströnd.
sjá nánar í frétt á vf.is