Dagana 11.- 14.júní s.l.var haldið námskeiðið “Börn og umhverfi” í Vogum á Vatnsleysuströnd á vegum Rauða kross Íslands.
15 stúlkur á aldrinum 13-15 ára tóku þátt á námskeiðinu og voru stelpurnar allar mjög ánægðar með námskeiðið.
Foreldrafélag knattspyrnudeildar Þróttar stóð fyrir fótbolta fyrir alla fjölskylduna á Vogavelli þann 14.júní síðastliðinn. Viðburðurinn mæltist mjög vel fyrir og var vel mætt.
Foreldrafélag Heilsuleikskólans Suðurvalla efndi til sveitaferðar að Grjóteyri í Kjós þann 5.júní síðastliðinn.Þrátt fyrir þungbúin ský og rigningu, lögðu ferðalangar; nemendur, foreldrar, systkini og kennarar upp í ferðina með tilhlökkun og spenningi.
Vinnuskólinn fer vel af stað þrátt fyrir hversu fá þau eru nú í ár, en starfsmenn eru nú 27 úr 7.bekk og 23 í 8.til 10.bekk. Undanfarin ár hafa verið mun fleiri starfsmenn úr 8.
Kennarar óskast til starfa fyrir komandi skólaár. Meðal kennslugreina er íslensku- og stærðfræðikennsla á unglingastigi, bekkjakennsla á yngsta- og miðstigi, sérkennsla, textílkennsla, tónmenntakennsla, auk stöðunámsráðgjafa (50%) og þroskaþjálfa (50%).
Sólrún Ósk Árnadóttir, sundkona er íþróttamaður ársins 2006 í Vogum, en kjör íþróttamanns ársins var kynnt við skólaslit Stóru-Vogaskóla.
Sólrún er ákaflega samviskusöm og kröftug ung stúlka, aðeins 12 ára að aldri hefur hún afrekað mikið og er enn á uppleið.
Sumargleði eldriborgara í Vogum var haldin miðvikudaginn 6.júní síðastliðinn.Þar var margt um manninn og glatt á hjalla.Nemendur í leikskólanum Suðurvöllum komu og tóku lagið, auk þess sem stiginn var dans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Þökkum öllum skemmtilega samveru í vetur og hlökkum til að sjá ykkur öll hress í haust.
Tómstundafulltrúi og samstarfsfólk.
Sumarlokun bókasafnsins verður frá 22.júní - 9.ágúst 2007.Viðskiptavinir bókasafnsins geta snúið sér til bókasafna í Reykjanesbæ eða Grindavík og fengið þjónustu á meðan bókasafnið er lokaðBókasafnsvörður.