Vel sóttur borgarafundur

Íbúar Sveitarfélagsins Voga fjölmenntu á borgarafund um nýtingu Keilisness í gærkvöldi, en um 150 manns mættu á fundinn og 30 tóku til máls. Fundurinn samþykkti með miklum meirihluta að veita bæjarstjórninni umboð til að hefja viðræður við álfyrirtækið Alcan um byggingu álvers á Keilisnesi.

Umræður voru líflegar og málefnalegar, en mörg misjöfn sjónarmið og skoðanir komu fram. Auk þess bentu íbúar á önnur tækifæri til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélagsinu, svo sem uppbyggingar uppskipunarhafnar á Keilisnesi.

Bæjarstjórn vill þakka fundarmönnum fyrir góðan og skemmtilegan fund og vonast til að sjá jafn góða mætingu á borgarafundi í framtíðinni.