Vinnuskólinn fer vel af stað þrátt fyrir hversu fá þau eru nú í ár, en starfsmenn eru nú 27 úr 7. bekk og 23 í 8. til 10. bekk. Undanfarin ár hafa verið mun fleiri starfsmenn úr 8. til 10. bekk, en í ár hafa margir fengið vinnu á almennum vinnumarkaði.
Þetta er flottur og duglegur hópur sem við höfum, ásamt þeim glæsilegu flokkstjórum sem við höfum í ár. Mikið er að gera hjá þeim í að hreinsa bæinn eftir veturinn, hreinsa allt rusl, slá hin almennu svæði eins og Aragerðið og gróðursetja blóm. Og er stefnan sett á að allt verði orðið sem snyrtilegast fyrir 17. júní.
Fjölmörg önnur verkefni bíða vinnuskólans, svo sem að slá hjá eldri borgurum, mála og tyrfa svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir eru að leggja sig alla fram og eru bæjarbúar hvattir til að hrósa þeim fyrir vel unnin verk og hjálpa til við að halda bænum snyrtilegum.
Vinnuskólinn verður starfandi til 27. júlí, en nokkrir starfsmenn verða áfram fram að fjölskyldudegi sem haldinn verður 11. ágúst.