Boðað er til borgarafundar um tillögu að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga í Tjarnarsal við Stóru- Vogaskóla miðvikudaginn 20. júní frá kl. 18 til 20.
Umræðuefni fundarins er nýting svokallaðrar álverslóðar á Keilisnesi og mannvirki tengd orkunýtingu.
Bæjarstjórn vill hvetja íbúa til að koma á fundinn og kynna sér jafnframt aðalskipulagstillöguna á vef sveitarfélagsins www.vogar.is