Dagana 11. - 14. júní s.l. var haldið námskeiðið “Börn og umhverfi” í Vogum á Vatnsleysuströnd á vegum Rauða kross Íslands.
15 stúlkur á aldrinum 13-15 ára tóku þátt á námskeiðinu og voru stelpurnar allar mjög ánægðar með námskeiðið. Þær fengu viðurkenningarskjöl og merktar töskur í lok námskeiðsins.
Venjan er sú að námskeiðin eru haldin í húsnæði deildarinnar en að þessu sinni var það haldið í félagsmiðstöðinni í Vogunum.
Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Karen Valdimarsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Njáll Pálsson