Íþróttamaður ársins 2006

Sólrún Ósk Árnadóttir, sundkona er íþróttamaður ársins 2006 í Vogum, en kjör íþróttamanns ársins var kynnt við skólaslit Stóru-Vogaskóla.

Sólrún er ákaflega samviskusöm og kröftug ung stúlka, aðeins 12 ára að aldri hefur hún afrekað mikið og er enn á uppleið. Sólrún hefur tryggt sér lágmark á A.M.Í sem er Aldursflokkameistaramót íslands í sundi sem haldið er árlega. Lágmörkin eru sett af stjórn Sundsambandsins í samstarfi við landsliðsþjálfara. Það þykir mjög góður árangur að ná slíkum lágmörkum og ekki einu, ekki tveimur heldur níu lágmörkum. Fleiri mót eru eftir til að ná lágmörkum svo hún mun bæta við nokkrum. Sólrún er skapmikil ung stúlka sem nýtir sér hæfileika sína á réttan hátt, hún hefur sýnt fram á 100% mætingu og sinnir hverri æfingu af miklum þrótt. Sólrún er góð fyrirmynd fyrir alla unga sem aldna. Hún hefur bullandi áhuga á því sem hún er að gera og skýn sá áhugi fram í verkum hennar.