Fjárhagsáætlun ársins 2007
Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga þann 9.janúar var ný fjárhagsáætlun ársins samþykkt.Samhliða var rammaáætlun fyrir árin 2008-2010 lögð fram til fyrri umræðu.
Í áætlununum birtist sú stefna að vinna að áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins ásamt því að halda uppi góðri þjónustu við íbúana og hlúa vel að skólum og umhverfinu.
Áætlað er að tekjur í heild aukist um 9,5% á árinu 2007.
11. janúar 2007