Jólahús

 

 

Viðurkenning fyrir jólaskreytingar árið 2006.

 

Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að húseigendur leggi sérstakan metnað í að skreyta hús sín, sjálfum sér og nágrönnum til ánægju í skammdeginu.

 

Á fundi sínum þann 19. desember ákvað bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að brydda upp á þeirri nýbreytni að veita viðurkenningu fyrir jólaskreytingar á húsum í sveitarfélaginu.

 

Hugmyndin kom fram skömmu fyrir fundinn og var því ekki um auglýsta samkeppni að ræða, heldur var farið um sveitarfélagið og valin þau tvö hús sem þóttu skemmtilegust að mati bæjarstjóra, byggingafulltrúa og verkstjóra umhverfisdeildar.

 

Viðurkenningu fyrir jólahús ársins 2006 fá:

  • Erlendur Guðmundsson og Sveindís Pétursdóttir, Leirdal 8.

  • Sigurður Kristinsson og Bryndís Rafnsdóttir, Sunnuhlíð Vatnsleysuströnd.

 

Stefnt er að því að veita viðurkenningu fyrir jólaskreytingar á húsum í Sveitarfélaginu Vogun árlega hér eftir og samkeppnin auglýst í nóvember.

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.