Samkvæmt nýútgefnum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands eru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum nú 1.106 og hefur fjölgað um 88 íbúa á árinu, eða 8%. Til samanburðar má sjá íbúaþróun í nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum í meðfylgjandi töflu.
|
2005 |
2006 |
Fjölgun |
Hlutfall |
Reykjanesbær |
11.346 |
11.928 |
582 |
4,9% |
Grindavíkurbær |
2.624 |
2.697 |
73 |
2,7% |
Sandgerði |
1.535 |
1.663 |
128 |
7,7% |
Sveitarfélagið Garður |
1.376 |
1.486 |
110 |
7,4% |
Sveitarfélagið Vogar |
1.018 |
1.106 |
88 |
8,0% |
Suðurnes |
17.899 |
18.880 |
981 |
5,2% |
Landið allt |
299.404 |
307.261 |
7.857 |
2,6% |
Eins og sjá má fjölgar íbúum á Suðurnesjum umtalsvert umfram landsmeðaltal, sem gefur til kynna að mjög eftirsóknarvert sé að búa á svæðinu enda þjónusta góð og umhverfið fjölskylduvænt.
Hlutfallslega er fjölgunin mest í Sveitarfélaginu Vogum og má rekja hana að mestu til uppbyggingar í Dalahverfi. Á næsta ári má búast við sambærilegri fjölgun þegar allt húsnæði í Dalahverfi verður tilbúið, en í fjárhagsáætlun ársins 2007 er gert ráð fyrir að íbúar verði í árslok 2007 orðnir rúmlega 1.200.
Ljóst er að margar fjölskyldur héldu sín fyrstu jól í Sveitarfélaginu Vogum. Velkomin í Voga og gleðilega hátíð !