Íbúafundur um skipulagsmál
15.febrúar var haldinn íbúafundur um aðalskipulagsmál umhverfis þéttbýliVoga.Um 40 manns mættu á fundinn.Fulltrúar frá Landslagi fóru yfirtillögur að nýju aðalskipulagi umhverfis Voga og bæjarstjóri fór yfir þjónustuþörf sem fylgir í kjölfar fjölgunar íbúa. Í tillögunum er gert ráð fyrir að byggðar verði um 400 íbúðir, norðan Íþróttamiðstöðvar og um 80 íbúðir á miðbæjarsvæði sem áætlað er að verði staðsett á núverandi vatnstökusvæði bæjarins (austan Stapavegar). Allmargir hvöttu sér hljóðs og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar.
16. febrúar 2006