Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Íbúafundur um skipulagsmál

15.febrúar var haldinn íbúafundur um aðalskipulagsmál umhverfis þéttbýliVoga.Um 40 manns mættu á fundinn.Fulltrúar frá Landslagi fóru yfirtillögur að nýju aðalskipulagi umhverfis Voga og bæjarstjóri fór yfir þjónustuþörf sem fylgir í kjölfar fjölgunar íbúa.  Í tillögunum er gert ráð fyrir að byggðar verði um 400 íbúðir, norðan Íþróttamiðstöðvar og um 80 íbúðir á miðbæjarsvæði sem áætlað er að verði staðsett á núverandi vatnstökusvæði bæjarins (austan Stapavegar).  Allmargir hvöttu sér hljóðs og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar.

Skyndihjálp

Rauði kross Íslands hefur veitt nokkrum einstaklingum viðurkenningu fyrir skyndihjálparafrek á árinu 2005: Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Oddný Þóra Baldvinsdóttir leikskólakennari á leikskólanum Suðurvöllum í Vogum, en með réttum viðbrögðum losaði hún um aðskotahlut í hálsi samstarfskonu sinnar.

Aðalskipulagsmál

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag 7.febrúar kynnti bæjarstjóri stöðuna á aðalskipulagsvinnunni.Stefnt er að því að halda kynningafund fyrir íbúa 15.

Starf tækni- og umhverfisstjóra lagt niður.

Á bæjarstjórnarfundi 7.febrúar s.l.var lögð fram tillaga um að leggja niður starf tækni-og umhverfisstjóra og ráða bæjartæknifræðing/verkfræðing.

Brunabótamatið hækkar mest í Vogum

Brunabótamat á landinu öllu hækkaði um 5,5 prósent á milli ára.Í árslok2005 var heildarbrunabótamat um 3.063 milljarðar króna en var 2.903milljarðar ári áður samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð þá kemur í ljós að heildarbrunabóthækkaði mest í Vogum á Vatnsleysuströnd eða um 15,9 prósent.

Nýársmót fatlaðra

Nýársmót fatlaðra barna og unglinga fór fram 8.janúar sl.íLaugardalslauginni.Forseti íslands var í áhorfendastúkunni og fylgdist meðkrökkunum.Heiðursgestur mótsins var formaður Öryrkjabandalags ÍslandsSigursteinn Másson. Sjómannabikarinn var veittur í 20 skiptið.

1. fundur bæjarstjórnar.

  Um 100 íbúar mættu á 1.fund bæjarstjórnar   Fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn í Tjarnarsalnum í gær, fimmtudag.Á fundinum var m.a.

1. fundur Sveitarfélagsins Voga

1.bæjarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Voga  verður haldinn  fimmtudaginn 12.janúar kl.18:00 í Tjarnarsalnumvið skólann.Þetta verður hátíðarfundur með stuttri dagskrá sem er nokkurnveginn eftirfarandi:Kosning í bæjarráð.Fjárhagsáætlun 2006 - seinni umræða.Staða aðalskipulagsmála.

Úr sveit í bæ.

Vatnsleysustrandarhreppur verður Sveitarfélagið Vogar Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins.

Skák-Viðurkenning

1.desember s.l.fóru fram tvö skákeinvígi á milli íslenskra barna á netinu.Einvígin fóru fram á vegum Velferðarsjóðs barna, Íslenskuskólans og Hróksins.