1. desember s.l. fóru fram tvö skákeinvígi á milli íslenskra barna á netinu. Einvígin fóru fram á vegum Velferðarsjóðs barna, Íslenskuskólans og Hróksins. Tvær stúlkur búsettar hér á Íslandi tefldu í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar, en þetta voru þær Sigríður Björg Helgadóttir 13 ára, úr Hamraskóla, og Ólöf Alexandra Kjartansdóttir 11 ára úr Stóru-Vogaskóla. Andstæðingar þeirra voru Ómar Páll Axelsson 10 ára, sem býr í Hollandi og æfði áður með Hróknum, og Svavar Egilsson 8 ára, búsettur í Ítalíu.
Skákfélagið Hrókurinn notaði tækifærið í tilefni þess að þeir hlutu styrk frá Velferðasjóði barna til að heiðra Ólöfu fyrir skákiðkun sína. Fékk hún við þetta tækifæri afhent forláta skákborð merkt sér með hvatningarorðum frá Hróknum.
http://www.islenskuskolinn.is/myndir/skak/
Þessi mynd var tekin við það tækifæri.