Á bæjarstjórnarfundi 7. febrúar s.l. var lögð fram tillaga um að leggja niður starf tækni-og umhverfisstjóra og ráða bæjartæknifræðing/verkfræðing. Verksvið hans yrði auk hefðbundina starfa byggingafulltrúa, mælingar, gerð lóðarblaða, útboðslýsinga, kostnaðaráætlana og ýmissa uppdrátta. Með þessari ráðstöfun er gert ráð fyrir að kostnaður við aðkeypta vinnu lækki um 2 milljónir á ári. Umhverfisdeild mun heyra undir bæjarstjóra.