Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Glaðheimar rifnir?

Í tölublaði Víkurfrétta í gær kom fram að rífa ætti samkomuhúsið Glaðheima.Þessi frétt er á misskilningi byggð.Ekki stendur til að rífa Glaðheima að svo stöddu.

Skólaframkvæmdir

SkólaframkvæmdirNú er skólastarfið komið á fullt.Framkvæmdirnar við skólann eru þó aðeins áeftir áætlun og má búast við því að fyrstu vikurnar verði töluvert rask ámeðan á framkvæmdum stendur.

Glaðheimar

Breytt hlutverk Glaðheima.Í vetur verða félagsmiðstöð og frístundaskóli starfrækt í Glaðheimum.Veriðer að leggja síðustu hönd á breytingarnar.

Göngustígar

Framkvæmdir við göngustíga  að ljúka.Göngustíga-og gangstétta verkið er á áætlun.Nú er verið að setja toppefni ágöngustíganna og gert ráð fyrir að malbika í næstu viku.

Dalahverfi

Góð sala í DalahverfiGatnaframkvæmdir í  Dalahverfi eru á lokastigi.Gert er ráð fyrir aðgöturnar verði malbikaðar í næstu viku.

Fjölbýlishús

Þriðja fjölbýlishúsið mun rísa á Félagsmiðstöðvarlóðinni.Framkvæmdir  við þriðju blokkina við Heiðargerði hefjast fljótlega.

Fjölskyldudagurinn 2005

Fjölskyldudagurinn fór vel fram.   Dagurinn byrjaði á dorgveiðikeppni niður við smábátahöfn og var unun að fylgjast með börnunum hala inn hina ýmsu  furðufiska.

Umhverfisviðurkenningar 2005

Fjölskyldudagurinn var haldinn í Vogum 5.ágúst s.l.Meðal annars áfjölbreyttri dagskrá voru veittar umhverfisviðurkenningar:Eftirtalldir hlutu viðurkenningar:Guðjón Sverrir Agnarsson og Eyrún Antonsdóttir eigendur Aragerðis 16,hlutu viðurkenningu fyrir glæsilegan og vel við haldinn garð í stöðugriendurnýjun.  Garðurinn er  ævintýraheimur út af fyrir sig með skemmtilegumheimagerðum listaverkum úr ýmsum nytjahlutum og fjölbreyttum gróðri.  Alice Lid eigandi Vatnsleysu, hlaut viðurkenningu fyrir fallegan, gróinngarð sem ræktaður er við mjög erfið skilyrði.  Garðinn prýðir fjöldiharðgerðra plantna og hefur honum verið vel við haldið í áratugi. Oddgeir Arnar Jónsson og Halldór Viðar Jónsson, eigendurverktakafyrirtækisins Sparra ehf, og fasteignarfélagsins Bolafóts  hlutuviðurkenningu fyrir skjótan frágang húsbygginga og góða umgengni ábyggingastað við Brekkugötu 23, Austurgötu 2 og Mýrargötu 1.  Húsin hafarisið á mjög skömmum tíma og um leið hefur umgengni á lóð verið tilfyrirmyndar.  Fyrir Austurgötu 2 var byggingarleyfi veitt í maí og nú eruhús og lóð fullfrágengin og til stakrar prýði.Eigendur hesthúsanna í Fákadal, Vogum, Gunnar Andersen, Róbert Andersen,Heidi Andersen, Guðný Snæland, Hafsteinn Snæland, Jóhann S Þorbjörnsson,Ólafur Guðmundsson, Helga Ragnarsdóttir og Guðrún Kristín Ragnarsdóttirhlutu viðurkenningu fyrir snyrtileg hesthús og umhverfi þeirra, ásamtuppgræðslu á svæðinu.  Heildarsvipur götunnar er til fyrirmyndar. Viðurkenningarhafar ásamt sveitarstjóra.

Æfði með Plymouth

Ungur og efnilegur piltur, Haukur Harðarson, æfði í síðustu viku með unglingaliði enska félagsins Plymouth.Haukur æfir og leikur með liði Njarðvíkur og fór hann ásamt einum félaga sínum úr liðinu, Kristjóni Hjaltested til æfinga ytra. Var þetta mikil upplifun og viðurkenning fyrir hæfileika piltanna, að fá að æfa með enska félaginu. Einn íslenskur leikmaður, Bjarni Guðjónsson, leikur með aðalliðinu. .

Fjölskyldudagurinn 2005 Fyrirtækjaleikur

Fjölskyldudagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 6.ágúst n.k.Dagurinn verður hlaðinn skemmtilegri dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Hér má sjá metnaðarfulla  dagskrá  fjölskyldudagsins.  Hér má einnig sjá fyrirkomulag fyrirtækjaleiksins.