Fjölskyldudagurinn 2005

Fjölskyldudagurinn fór vel fram.

 

Dagurinn byrjaði á dorgveiðikeppni niður við smábátahöfn og var unun að fylgjast með börnunum hala inn hina ýmsu  furðufiska. Að því loknu hófst fyrirtækjakeppni í öðruvísi íþróttum, þar sem leysa þurfti ýmsar þrautir, misgeðslegar svo sem að kafa eftir hlutum í kari fullu af þorskhausum. Úrslitin í “fótboltaleiknum furðulega” urðu furðuleg.

 

Eftir hádegi fluttist dagskráin niður í Aragerði og var boðið upp á spennandi leiktæki fyrir börnin og ýmsar uppákomur, meðal annars rúntaði slökkvibíll frá Brunavörnum Suðurnesja um bæinn með bæjarbúa innanborðs og þeir sem viltu gátu fengið hestakerruferð í Glaðheima þar sem Lions bauð bæjarbúum upp á kaffiveislu í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Þegar líða tók á daginn var keppni haldið áfram  í öðruvísi íþróttum og var góð þátttaka í  olsen, olsen, singstar og streethokký.

 

Um kvöldið fjölmenntu íbúar aftur í Aragerði til grillveislu undir lifandi tónlist hljómsveitarinnar Frelsi. Afhent voru verðlaun fyrir árangur dagsins og endaði svo kvöldið í Aragerði á glæsilegri flugeldasýningu að hætti Skyggnis.

 

Þeir sem enn höfðu ekki fengið nóg mættu gallvaskir í Glaðheima en þar var haldið fjörugt og fjölmennt ball fram eftir nóttu.