Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sameiningarmál

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps telur að nauðsynlegt sé fyrir sveitarfélög í landinu að skoða reglulega hvort ná megi fram hagstæðari rekstri og betri þjónustu við íbúa sveitarfélaga með aukinni samvinnu eða eftir atvikum sameiningu við önnur sveitarfélög.  Íbúar sveitarfélaga eiga að hafa mikið um það að segja hvort sameining við annað eða önnur sveitarfélög sé fýsileg eður ei.

Fasteign

Á fundi hreppsnefndar þann 11.maí s.l.voru samþykkt samningsdrög við fasteignafélagið Fasteign hf. þar sem fasteignafélagið kaupir núverandi skólahúsnæði og á og byggir jafnframt næstu viðbyggingu við skólann.

Vogar færist enn í vöxt

Vogar færast “enn frekar” í vöxt   Í fjárhagsáætlun 2004 og þriggja ára áætlun 2005-2007 sem hreppsnefnd hefur samþykkt, er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu í Vogum.

Íslenski dansflokkurinn

Íslenski dansflokkurinn í Stóru-Vogaskóla   Miðvikudaginn 24.mars n.k.heimsækir Íslenski dansflokkurinn nemendur Stóru-Vogaskóla.  Danshöfundur, fjórir dansarar og tónlistarmenn koma með nýtt verkefni undir merkjum Tónlistar fyrir alla.  Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að kenna íslenskum skólabörnum að meta ólíkar tegundir tónlistar. Að þessu sinni er það ekki aðeins tónlist sem verið er að kynna fyrir nemendum, heldur einnig dans.  Enn fremur fá nemendur að kynnast því hvað felst í danslistinni og hvernig dansverk eru smíðuð.  Peter Anderson, dansari Íslenska dansflokksins hannar verkefnið og vinnur hann það ásamt 4 dönsurum og tveim tónlistarmönnum. Verkefnið er unnið með öllum aldursstigum skólanna.

Sjaldséður fiskur

Nokkrir ungir nemendur Stóru-Vogaskóla fundu í gær (4.mars) mjög sjaldgæfan fisk í fjörunni neðan við skólann.Fiskur þessi heitir Vogmær og er miðsævis djúpfiskur, aðallega á 500 - 600 m dýpi.

þróttur

Körfuknattleiksliði Þróttar var dæmdur sigur í leik gegn aðalkeppinaut sínum, B-liði Ármanns/Þróttar sem fram fór fyrir nokkru síðar, samkvæmt frétt sem birtist á vef Víkurfrétta. Þróttur í Vogum, sem leikur í 2.

Kalka

        Ágætu Vatnsleysustrandarbúar,                                               13.02.2004.   Fyrirséð er að tafir verða á byggingu nýs gámaplans fyrir almenning við höfnina í Vogum á vegum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.

Talmeina og sálfræðistofa opnuð í Heilsugæslustöðinni í Vogum

Þórey Eyþórsdóttir talmeinafræðingur, sálfræðingur,  uppeldis- og sérkennslufræðingur mun opna stofu í Heilsugæslustöðinni.

Íbúaþróun á "stór"höfuðborgarsvæðinu

ÍBÚAÞRÓUN Á "STÓR"HÖFUÐBORGARSVÆÐINU" 1998-2003 SVEITARFÉLAG 1.des 98 fjöldi 1.des 99 fjöldi 1.des 00 fjöldi 1.des 01 fjöldi 1.

Met í fjölgun íbúa

Met í fjölgun íbúa á einu ári.   Á árinu 2003 varð íbúafjölgun í Vogum tæplega 8%  og fjölguðu íbúum um 66 talsins.Íbúafjöldi er nú 928 og enn eru 15-20 hús í byggingu.