Nokkrir ungir nemendur Stóru-Vogaskóla fundu í gær (4. mars) mjög sjaldgæfan fisk í fjörunni neðan við skólann. Fiskur þessi heitir Vogmær og er miðsævis djúpfiskur, aðallega á 500 - 600 m dýpi. Hann verður kynþroska um 14 ára aldur og er þá orðinn 2,4 m langur. Mög lítið er vitað um lífshætti hans. Hér við land finnst hann oft rekinn í flæðarmáli en veiðist sjaldan. Hefur fundist frá Madeira til Noregs og við Ísland og SV-Grænland.
Sjá nánar. Skólar-Grunnskóli-Þetta gerðist