Vogar færist enn í vöxt

Vogar færast “enn frekar” í vöxt

 

Í fjárhagsáætlun 2004 og þriggja ára áætlun 2005-2007 sem hreppsnefnd hefur samþykkt, er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu í Vogum. Stefnt er að því að fjölga íbúum enn frekar eða um 200 á næstu 3-4 árum. Ný byggingasvæði verða tekin í notkun, Heiðardalur og Miðdalur fyrir einbýlishús, ásamt fjölbýlishúsalóðum við Heiðargerði. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir strax á þessu ári og lóðum úthlutað með vorinu.

 

Hreppsnefnd hefur samþykkt að setja skólann inn í fasteignafélag, sem þýðir að hreppurinn fær greitt andvirði skólans og greiðir húsaleigu í staðinn til félagsins. Samhliða þessari aðgerð mun fasteignafélagið byggja við skólann allt að 1000fm og ljúka þeim framkvæmdur sumarið 2005.

 

Umhverfismálin eru einnig ofarlega á blaði í 3ja ára áætlunni. Stefnt er að því að gera verulegt átak í viðhaldi gatna, göngustígagerð og grænum svæðum, ásamt því að klára gangstéttar í nýjum hverfum þar sem byggingaframkvæmdum er lokið.