Á árinu 2003 varð íbúafjölgun í Vogum tæplega 8% og fjölguðu íbúum um 66 talsins. Íbúafjöldi er nú 928 og enn eru 15-20 hús í byggingu. Ekki er óvarlegt að áætla að 1000 íbúa takmarkið náist eftir 1-2 ár.
Frá því markaðssetningin hófst hefur íbúum fjölgað um tæplega 31% eða út 710 íbúum í 928. Til viðmiðunar, þá hefur á sama tíma fjölgunin í Kópavogi verið rúmlega 18%.