Ágætu Vatnsleysustrandarbúar, 13.02.2004.
Fyrirséð er að tafir verða á byggingu nýs gámaplans fyrir almenning við höfnina í Vogum á vegum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. en áætlað er að það verði tilbúið með vorinu.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. mun reka bráðabirgðagámaplan við höfnina í Vogum þar til nýja gámaplanið verður opnað og mun það verða opið frá sunnudeginum 15. febrúar.
Gámaplanið verður vaktað af starfsmanni Sorpeyðingastöðvarinnar og mun hann verða fólki innan handar með flokkun úrgangs. Opnunartímar gámaplansins í Vogunum verða til bráðabirgða eftirfarandi:
Sunnudaga: 13.00 – 18.00
Breytingar á opnunartímum verða auglýstar með góðum fyrirvara.
Íbúar geta komið með úrgang endurgjaldslaust á gámaplönin á vegum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. við Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum.
ATH! Fyrirtækjum er óheimilt að losa úrgang á gámaplönin og verður vísað frá!
Fólk er hvatt til að kíkja á heimasíðu Kölku (www.kalka.is) og kynna sér flokkunarreglur Sorpeyðingarstöðvarinnar og opnunartíma annarra gámaplana á vegum stöðvarinnar. Vonast er að hægt verði að auka flokkun úrgangs enn frekar þegar nýja gámastöðin verður tekin í notkun.
Með kveðju,
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.