Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Fasteignamat hækkar

Fasteignamat hækkar um 15%.   Fasteignamat  ríkisins  gerir tillögu um hækkun fasteignamats á hverju ári.Algengt hefur verið að matið hækki árlega um 5% - 10% á þéttbýlisstöðum utan höfuðborgasvæðisins.

Þrettándagleði og gamlárskvöld

Þrettándagleðin var haldin að venju.Það hefur tíðkast í þó nokkur ár að hreppsbúar klæði sig upp á og skarti hinum ýmsu gerfum, sem oft á tíðum eru hönnuð sérstaklega fyrir þennan dag.

Kálfatjarnarkirkja upplýst

Kálfatjarnarkirkja hefur verið lýst upp.Guðríður Þórðardóttir og Guðmundur Í.Ágústsson gáfu til kirkjunnar þessa lýsingu í minningu sonar síns, sem lést í bílslysi á Garðvegi fyrir nokkrum árum.

Gámar

Nú er í undirbúningi hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja gámastöð við Jónsvör í Vogum.Þar verður vaktað og afgirt gámasvæði sem tekur við heimilisúrgangi. Áfram verður tekið við afgangs timbri og járni. Ekki verður tekið við úrgangi frá fyrirtækjum. Gildistaka breytinga er 1.

Íbúafjölgun

Mikil fjölgun hefur orðið í Vogum á þessu ári samkv.jan-sept tölum frá Hagstofu.Fjölgunin er úr 862 í 921 eða tæplega 7%.Á árunum 1998-2003 hefur fjölgunin í Vogum verið meiri í prósentum talið en í nokkru öðru sveitarfélagi á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölgun nemenda

Nú í haust komu 27 nýir nemendur í Stóru-Vogaskóla og eru nemendur nú 207 eða um 23% af íbúum sem er óvenjuhátt hlutfall á landsvísu, ef ekki Íslandsmet.

Gangstígur

Unnið er við gerð göngustígs frá Hafnargötu að Akurgerði . Rekan ehf.í Reykjanesbæ sér um útgröft og fyllingu en Hlaðbær Colas sér um malbikun   Verkinu skal vera lokið fyrir 20.

Kirkjugarður

Útboð hefur farið fram á stækkun Kirkjugarðsins við Kálfatjarnarkirkju.Um er að ræða jarðvinnu við stækkun um tvær spildur fyrir grafarstæði og stíg á milli með yfirborðsfrágangi. Verkinu skal vera lokið fyrir 28.

Umhverfisviðurkenningar

Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur veitt umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2003.Fór nefndin í garða- og umhverfisskoðunarferð þar sem heilmargar fallegar húseignir og garðar ásamt snyrtilegu umhverfi gladdi augu nefndarmanna.Hreppsnefnd bauð verðlaunahöfum til kaffisamsætis í Íþróttamiðstöðinni í gær, þar sem veittar voru viðurkenningar.    Svandís Magnúsdóttir og Lárus K.

Fjárbeitarhólf

Tilmæli hafa borist til hreppsnefndar frá Ólafi Dýrmundssyni landnýtingarráðunauti Bændasamtakanna varðandi fjárbeitarhólf hreppsins.