Þrettándagleði og gamlárskvöld

Þrettándagleðin var haldin að venju. Það hefur tíðkast í þó nokkur ár að hreppsbúar klæði sig upp á og skarti hinum ýmsu gerfum, sem oft á tíðum eru hönnuð sérstaklega fyrir þennan dag. Engin undantekning var á þetta árið. Var safnast saman við samkomuhús staðarins, Glaðheima, og gengið fylktu liði með kóng og drottningu í fararbroddi niður á Stóru-Vogatún þar sem tendraður var eldur í brennu. Var þar sungið og trallað undir söng viðstaddra. Mikilfengleg flugeldasýning rauf síðan kyrrð himinhvolfsins, við mikinn fögnuð viðstaddra. Að lokum var gengið aftur fylktu liði í Glaðheima þar sem gleðin hélt áfram um stund við undirleik harmónikku og gítars. Hápunktur kvöldsins er alltaf þegar í ljós kemur hverjir hreppa hina eftirsóttu titla, besti eða skemmtilegasti búningurinn. Hér fyrir neðan getur að líta skemmtilegar myndir sem teknar voru þetta  eftirminnilega kvöld. Einnig fylgja með skemmtilegar myndir frá gamlárskvöldi og áramótum á þessum tengli. http://www.islandsmyndir.is/html_skjol/sudvesturland/vogar/forsida_vogar.htm