Sameiningarmál

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps telur að nauðsynlegt sé fyrir sveitarfélög í landinu að skoða reglulega hvort ná megi fram hagstæðari rekstri og betri þjónustu við íbúa sveitarfélaga með aukinni samvinnu eða eftir atvikum sameiningu við önnur sveitarfélög.

 Íbúar sveitarfélaga eiga að hafa mikið um það að segja hvort sameining við annað eða önnur sveitarfélög sé fýsileg eður ei. Með hliðsjón af nýju átaki félagsmálaráðuneytisins í sameiningu sveitarfélaga mun hreppsnefnd standa fyrir íbúaþingi um sameiningarmál. Hreppsbúum verður þar gefið tækifæri til þess að taka þátt í opinni umræðu um kosti og galla sameiningar.