Þórey Eyþórsdóttir talmeinafræðingur, sálfræðingur, uppeldis- og sérkennslufræðingur mun opna stofu í Heilsugæslustöðinni. Mun verða opið hjá henni á föstudögum. Þar mun hún taka að sér greiningu, ráðgjöf, þjálfun og meðferð er varða tal- mál- framburðar og raddþjálfun einnig persónuleikaþáttapróf, ráðgjöf varðandi náms- og hæfnismat og uppeldis og sálfræði ráðgjöf.
Störf hennar á Íslandi hafa meðal annars verið: Talmeina og ráðgjafastofa á Akureyri á annan tug ára, skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri, starfað við Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, unnið sérfræðistörf við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og við Skólaskrifstofu Suðurlands.
Starfaði í mörg ár í Noregi m.a. sem forstöðumaður Uppeldis og sálfræðiþjónustu í Vestfold, sem Uppeldis og sálfræðiráðgjafi við Greiningarstöð ríkisins fyrir suður Noreg, sem talmeinafræðingur og sérkennari í Bergen.
Auk alls þessa er hún textíllistamaður og rak galleríið AllraHanda í Listagilinu á Akureyri í áratug og hefur haldið einkasýningar hérlendis og erlendis og tekið þátt í samsýningum.
Uppl. í síma 848-2462 og netfang: thoreyey@isl.is