Brunabótamat á landinu öllu hækkaði um 5,5 prósent á milli ára. Í árslok
2005 var heildarbrunabótamat um 3.063 milljarðar króna en var 2.903
milljarðar ári áður samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.
Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð þá kemur í ljós að heildarbrunabót
hækkaði mest í Vogum á Vatnsleysuströnd eða um 15,9 prósent. Þar næst koma
Kjósarhreppur með 11,3 prósenta hækkun, Skorradalshreppur með 11,1 prósent
og Kópavogur þar sem brunabótamat fasteigna hækkaði um 10,1 prósent.