Nýársmót fatlaðra

Nýársmót fatlaðra barna og unglinga fór fram 8.janúar sl. í
Laugardalslauginni.
Forseti íslands var í áhorfendastúkunni og fylgdist með
krökkunum.Heiðursgestur mótsins var formaður Öryrkjabandalags Íslands
Sigursteinn Másson.

Sjómannabikarinn var veittur í 20 skiptið. Er hann
veittur fyrir besta sundafrek mótsins samkvæmt stiga og
forgjafarútreikningi.
Hulda Hrönn Agnarsdóttir sundkona úr Vogum, varð stigahæst fyrir 50m skriðsund og fékk
hún bikarinn á þessu sundmóti. Er þetta mikið afrek hjá henni.
Hún æfir með sundfélaginu Firði í Hafnarfirði 6 sinnum í viku og stefnir á að verða enn betri sundkona með þrotlausum æfingum.  Hún hefur keppt víða erlendis og stefnir á enn frekari afrek á erlendri grundu.