15. febrúar var haldinn íbúafundur um aðalskipulagsmál umhverfis þéttbýli
Voga. Um 40 manns mættu á fundinn.
Fulltrúar frá Landslagi fóru yfirtillögur að nýju aðalskipulagi umhverfis Voga
og bæjarstjóri fór yfir þjónustuþörf sem fylgir í kjölfar fjölgunar íbúa.
Í tillögunum er gert ráð fyrir að byggðar verði um 400 íbúðir,
norðan Íþróttamiðstöðvar og um 80 íbúðir á miðbæjarsvæði sem áætlað er að
verði staðsett á núverandi vatnstökusvæði bæjarins (austan Stapavegar).
Allmargir hvöttu sér hljóðs og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar.
Fulltrúar Landslags, forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri sátu fyrir svörum.
Þetta var fyrsti fundurinn um aðalskipulagsmál. Stefnt er að því að halda
annann fund um miðjan mars. Á þeim fundi er gert ráð fyrir að tekið verði
til umræðu aðalskipulag bæjarfélagsins í heild.
Þeir sem vilja hafa áhrif á skipulagsferlið er hvattir til að nýta sér þann
rétt. Hér er hægt að nálgast skipulagstillögurnar og nokkur súlurit
sem sýna hugsanlega þróun byggðar. Einnig er hægt að fá uppdrátt af
tillögunum á skrifstofu bæjarins, fyrir þá sem kjósa það frekar.