1. fundur bæjarstjórnar.

 

Um 100 íbúar mættu á 1. fund bæjarstjórnar

 

Fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn í Tjarnarsalnum í gær, fimmtudag. Á fundinum var m.a. afgreidd fjárhagsáætlun, farið yfir drög að nýju aðalskipulagi og skrifað undir rammasamkomulag um uppbyggingu á þjónustu við eldri borgara. Að fundi loknum voru veitingar vel þegnar og rabbaði fólk saman fram eftir kvöldi.

 

 

     

 

     

 

     

 

     

 

      

 

      

 

     

 

     

 

         

 

     

 

 

Höfðingslegar gjafir frá Snorra Hjaltasyni og konu hans

 

Eftir bæjarstjórnarfundinn kvað Snorri Hjaltason sér hljóðs og veitti veglega styrki til íþrótta-og félagasamtaka í bænum. Samtals gaf hann og kona hans eina milljón króna sem skiptist þannig. Ungmennafélagið Þróttur fékk 400 þúsund, Golfklúbbur Vatnsleysusstrandar 400 þúsund, Björgunarsveitin Skyggnir 100 þúsund og Kvenfélagið Fjóla 100 þúsund. Einnig sagði Snorri við þetta tilefni að hann væri í viðræðum við Lionsklúbbinn Keili um kaup hans á félagsheimili þeirra við Aragerði, en sú lóð verður fljótlega tekin undir íbúðabyggð.

 

      

     

 

    

 

 

   

 

Rammasamkomulag um uppbyggingu þjónustu við eldri borgara.

 

Á 1. fundi bæjarstjórnar var skrifað undir rammasamkomulag um uppbyggingu þjónustu við eldri borgara. Aðilar að samkomulaginu eru Búmenn, Trésmiðja Snorra Hjaltasonar og bærinn. Byggt verður þjónustuhús samtengt við 13 litlar íbúði 45-65 fermetra að stærð við Akurgerði og Vogagerði (sjá teikningar). Stefnt er að því að hefja framkvæmir í mars og að þeim ljúki vorið 2007. Á sama svæði verða einnig byggð 3 parhús með 6 íbúðum.