Nú eru allar jólabækurnar komnar í umferð. Það er notalegt að vita af góðri bók til að líta í yfir jólin.
Um áramótin verða tekin í notkun bókasafnsskírteini. Þau kosta 1200 kr. og gilda í eitt ár. Börn innan 18 ára aldurs, eldri borgarar og
öryrkjar fá frískírteini.
Sektir eru reiknaðar á vanskil bóka frá 15. degi, allra nema nemenda Stóru-Vogaskóla. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til
að nýta sér safnið sitt og fara ekki langt yfir skammt.
Bókasafnið er opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 19:00 til 21:00.
Bókasafnið er til húsa í Stóru-Vogaskóla og er gengið inn frá bílastæði við Tjarnarsal.
Með jólakveðju. Bókavörður.