Foreldrarölt

 

Foreldrarölt.

Hefur þú  verið að mæta og vera með?? Ef ekki endilega vertu í sambandi og 
hjálpaðu til við að byggja upp öflugt foreldrafélagi og forvarnastarf.

Ef þú hefur verið að mæta og taka þátt, þá takk til þín fyrir þitt framlag og þátttöku.

 

Okkur langar að minna foreldra/forráðamenn barna í 6.-10. bekk, á skipulag foreldraröltsins á heimasíðu skólans,
storuvogaskoli.is
Vinsamlegast athugið hvenær þið eruð skráð á röltið og  takið virkan þátt í jákvæðri uppbyggingu á forvarnarstarfi 
foreldra í Vogunum.

 

Foreldrarölt - til hvers?

Tilgangurinn með foreldrarölti er að varna því að unglingar lendi í vanda og koma í veg fyrir hópamyndanir eftir
löglegan útivistartíma. 
Nærvera fullorðinna þar sem unglingar hafa safnast saman hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif.

Með þessu minnkum við líkurnar á að unglingarnir lendi í aðstæðum sem ógna þeim eða hræða. 
Slík nærvera gefur unglingunum líka tækifæri til að leita aðstoðar fullorðinna ef á þarf að halda.

Á ég að gæta bróður míns?

Margir foreldrar hugsa sem svo: Barnið mitt er ekki úti á kvöldin. Ég sé um minn ungling og af hverju ætti ég 
að vera að eyða tíma mínum í að passa annarra manna börn?

Við þessu er einfalt svar:

Með því hefur þú áhrif á það félagslega umhverfi sem þú og barnið þitt býr við.

 

Því færri sem nota vímuefni, því færri sem eru  lagðir í einelti eða beittir ofbeldi af öðru tagi, því betra og 
öruggara er það umhverfi sem unglingurinn þinn býr við.

Við berum öll ábyrgð á okkar nánasta umhverfi.

 

Nærvera fullorðinna hefur áhrif.

Sýnum ábyrgð verum með.

Foreldraröltið á svæðinu hefur marg sannað sig á þessu ári. Nú eru nágrannasveitafélögin farin að taka 
okkur til fyrirmyndar og ætla að hefja röltið líka.

Verum áfram til fyrirmyndar, bæði fyrir börnin okkar og aðra í kringum okkur.

Með bestu kveðju

Stjórn Foreldrafélags skólans og Tómstundafulltrúi.