Þretttándagleðin í Vogum var haldin að venju 6.jan síðastliðinn.
Börnin mættu galvösk kl 15.15 og nýttu sér andlitsmálningu sem var boðið upp
á í Félagsmiðstöðinni Borunni.
Síðan kl 16.30 mættu álfakóngur og drottning ásamt fríðu föruneyti
kyndlabera frá UMFÞ í skrúðgöngu.
Börnin mættu í allskonar búningum og mátti sjá Bart Simson sjálfann á
svæðinu ásamt Gosa, sjúkrabíla, sjónvörp,prinsessur og margt fleira
skemmtilegt. Gengið var fylktu liðin ástarbrautina svokölluðu niður að
brennu sem Lions menn sáum um að kveikja í að vanda. Þorvaldur mætti með
gítarinn og tók nokkur lög með söng glöðu fólki af svæðinu.
Flugeldasýning var á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis sem tókst líka
með eindæmum vel. Eftir brennu og flugeldasýningu var haldið í Tjarnarsal
þar sem slegið var upp smá grímu- og jólaballi í umsjá Kvenfélagsins
Fjólu. Síðan var það Ásgeir Páll tónlistamaður/útvarpsmaður sem fór þar á
kostum með börnum í allskonar leikjum og dönsum.
Heppnaðist þessi viðburður vel og skemmti fólk sér konunglega. Áætlað er að
um 200 manns hafi verið á svæðinu.
Sveitafélagið Vogar vill færa öllum félagasamtökum/ einstaklingum sem að
þessum viðburði stóðu ásamt starfsfólki og unglingum Félagsmiðstöðvarinnar
Borunnar kærar þakkir fyrir vel unnið starf þennan dag.