Gönguferð undir Vogastapa

Umhverfisnefnd stendur fyrir gönguferð að Brekku undir Vogastapa, í kvöld miðvikudagskvöld 23. maí.  Gamla bæjarstæðið verður skoðað ásamt öðrum minjum á svæðinu, í fylgd kunnugra.  
 
Lagt verður af stað frá N1 kl. 19.30. Fótfúnir og tímalausir geta stytt sér leið á bíl að Stapanum.

Síðasta ganga, sem var í leiðsögn systkinanna Sesselju og Viktors meðfram ströndinni frá Brunnastöðum í Voga sl. þriðjudagskvöld var feyki vel heppnuð. Það mættu um 40 manns, um helmingur aðkomufólk á vegum Nafnfræðifélagsins. Félagar úr kirkjukórnum sungu Vorboðann hennar Bryndísar Rafnsdóttur við texta Davíðs Stefánssonar í skjóli undir trjánum í Aragerði og gangan endaði í Lionsheimilinu þar sem boðið var upp á kaffi og haldið upp á að bókinn hennar Sesselju var að koma út endurskoðuð.

Umhverfisnefnd hvetur fólk til að mæta í skemmtilegar og fræðandi göngu !