Borgarafundur um aðalskipulag

Borgarafundur um nýtt aðalskipulag Sveitarfélags Voga fyrir árin 2007- 2027 verður haldinn í Tjarnarsal við Stóru- Vogaskóla fimmtudaginn 17. maí frá kl. 10 til 14.

Á fundinum verður kynnt tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2007 til 2027, ásamt stefnumörkun bæjarstjórnar í skipulagsmálum. Að kynningu lokinni verður íbúum boðið að taka þátt í umræðuhópum sem taka á málefnum dreifbýlisins, þéttbýlisins og samfélagsþróun í sveitarfélaginu næstu 20 árin.

Bæjarstjórn vill hvetja íbúa til að kynna sér tillöguna og koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri. Á fundinum gefst einnig tækifæri til að ræða áhrif hugsanlegs álvers í Helguvík eða á Keilisnesi.

Hér til hægri á vefnum má finna tengill inn á sérstaka vefsíðu um aðalskipulagstillöguna.

Dagskrá

10.00- 10.10  Ávarp forseta bæjarstjórnar.
10.10- 10.30  Samfélagsþróun í Vogum á skipulagstímabilinu.
10.30-11.30 Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2007-2027 kynnt.

11.30- 12.00  Hádegishlé. Boðið upp á léttar veitingar

12.00- 13.00  Umræðuhópar
Samfélagsþróun
Dreifbýli
Þéttbýli

13.00-13.15           Kaffihlé

13.15- 14.00  Niðurstöður umræðuhópa kynntar og fundarslit.

Birt með fyrirvara um breytingar.