Breytingar á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga þann 5. september voru
samþykktar eftirtaldar breytingar á gjaldskrá sveitarfélagsins.



Gjaldskrá heilsdagsskóla

Fellt er niður gjald nemenda í hádegismat Stóru – Vogaskóla. Breytingin
tekur gildi frá og með 22. ágúst 2006.



Gjaldskrá sundlaugar

Fellt er niður gjald á börn og ungmenni yngri en 18 ára í sundlaugina.
Breytingin tekur gildi við birtingu gjaldskrár.



Gjaldskrá vegna vistunar barna hjá dagmæðrum.

Heimilt verður að veita niðurgreiðslu vegna barna sem eru á biðlista á
leikskóla frá 9 mánaða aldri, í stað 12 mánaða áður. Breytingin tekur gildi
við birtingu gjaldskrár.



Með þessum breytingum er verið að leggja enn styrkari stoðir undir
fjölskylduvænt samfélag í Sveitarfélaginu Vogum. Í breytingunum felst
umtalsverð lækkun gjalda á fjölskyldufólk í sveitarfélaginu og vonar
bæjarstjórn að þessar breytingar skapi fjölskyldum fjárhagslegt svigrúm til
að gefa börnunum tækifæri til að sækja meira í íþrótta- og tómstundastarf.
Auk þess standa vonir til þess að niðurfelling gjalds fyrir börn í
sundlaugina leiði til þess að foreldrar og börn fari saman í sund.