Álagning fasteignagjalda 2007

 

Á næstu dögum eiga fasteignaeigendur von á álagningarseðli ársins 2007 inn um lúguna hjá sér. Í ljósi þess er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þær forsendur sem liggja til grundvallar álagningunni og þeim breytingum sem verða á milli ára.

Álagning fasteignagjalda fer samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/static/files/import//static/static/files/import//files/static/files/import//import/static/files/import///static/files/import//1995 með síðari breytingum. Fasteignamat ríkisins tók nú um áramótin upp nýtt kerfi til álagningar fasteignagjalda. Nú vinna öll sveitarfélögin álagninguna í sama kerfinu og skapast af því umtalsvert hagræði. Ýmsir hnökrar hafa komið upp í vinnuferlinu og skýrir það þá seinkun sem orðið hefur á því að senda álagningarseðlana út til fasteignaeigenda. 

Fasteignaskattur er reiknaður af álagningarstofni og lóðarmati, 0,30 % fyrir íbúðarhúsnæði og 1,50 % fyrir atvinnuhúsnæði. Auk fasteignaskatts er innheimt lóðarleiga, vatnsgjald, holræsagjald, sorphirðu- og sorpeyðingargjald á álagningarseðli.

Sorpeyðingargjaldið og sorphirðugjaldið hækkaði um 30% milli ára í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjunum vegna aukins rekstrarkostnaðar Kölku. Auk þess hefur verið tekin ákvörðun um að innheimta sorphirðugjald fyrir hverja sorptunnu, í stað hvers fasteignanúmers.  Þeir fasteignaeigendur sem eru með fleiri en eina tunnu frá Kölku geta skilað aukatunnum sem þeir þurfa ekki að nota, og fá þá fellt niður auka sorphirðugjaldið. Þeir sem eru með sína eigin tunnu greiða ekki auka sorphirðugjald, enda er það sorp ekki hirt af sorphirðumönnum.

Öryrkjum og eldri borgurum er veittur afsláttur af fasteignasköttum og holræsagjaldi íbúðarhúsnæðis til eigin nota í samræmi við  Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega sem bæjarstjórn samþykkti í desember. Þær reglur má nálgast á vefnum www.vogar.is  og líka hér.

 

Afsláttur reiknast sem hér segir:

Tekjur allt að 1.610.000 á einstakling, hjón allt að 2.415.000…………………100 %

Tekjur allt að 1.840.000 á einstakling, hjón allt að 2.760.000………………….75 %

Tekjur allt að 2.070.000 á einstakling, hjón allt að 3.105.000………………….50 %

Tekjur allt að 2.300.000 á einstakling, hjón allt að 3.450.000………………….25 %

 

Sú breyting hefur orðið að afslátturinn er reiknaður á grundvelli heildarárstekna heimilisins næsta ár á undan álagningarárinu, en ekki þar síðasta árs. Það er að segja, afsláttur af fasteignasköttum ársins í ár miðast við tekjur ársins 2006. Þar af leiðandi er fyrst hægt að sækja um afsláttinn þegar skattaskýrsla hefur verið unnin. Þessi breyting ætti að koma öryrkjum og eldri borgurum vel, ekki síst þeim sem hafa haft miklar tekjur þarsíðasta ár fyrir álagningu og hefðu þar að leiðandi hugsanlega ekki fengið afslátt.

 

Umsækjendur skulu leggja fram umsókn á eyðublöðum sem nálgast má á vefnum www.vogar.is og á bæjarskrifstofum, ásamt endurriti af skattframtali og örorkumatsvottorð, ef við á.

Þeir sem misst hafa maka sinn á árinu 2006 geta sótt um niðurfellingu fasteignagjalda ársins 2007. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2007.

 

Síðast en ekki síst hefur bæjarstjórn ákveðið að veitar 5% staðgreiðsluafslátt af fasteignaskatti, séu gjöldin að fullu greidd eigi síðar en 28. febrúar 2007.