Ný gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga

 

Niðurgreiðslur til dagforeldra hækka um rúm 100%

 

Nokkrar breytingar verða á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga á árinu 2007, en skatthlutföll og leikskólagjöld breytast ekki frá árinu 2006.

 

Stærsta breytingin er að niðurgreiðslur til dagforeldra aukast um rúm 100%, þannig að niðurgreiðsla fyrir fulla vistun verður 25 þús. kr. á mánuði. Markmið þeirrar breytingar er að gera dagmæðraþjónustu að raunhæfum valkosti í Sveitarfélaginu Vogum. Áfram verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Stóru- Vogaskóla.

 

Önnur stór breyting er að nú verður veittur 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum séu gjöldin að fullu greidd fyrir 28. febrúar. Afslátturinn nær ekki yfir þjónustugjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum. Viðmiðunartekjur vegna afsláttar af fasteignagjöldum til eldri borgara og öryrkja hækka einnig um 15% og verða svohljóðandi.

 

Veittur er afsláttur á fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis

 

 til eigin nota hjá elli- og örorkulífeyrisþegum:

 

 - Tekjur allt að kr. 1.610.000 á einstakling, hjón allt að kr. 2.415.000...........................

100%

 - Tekjur allt að kr. 1.840.000 á einstakling, hjón allt að kr. 2.760.000...........................

75%

 - Tekjur allt að 2.070.000 á einstakling, hjón allt að kr. 3.105.000..........................................

50%

 - Tekjur allt að 2.300.000 á einstakling, hjón allt að kr. 3.450.000.......................................

25%

 

Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækka um 30% vegna hækkandi rekstrarkostnaðar Kölku. Hækkunin er samræmd yfir þau sveitarfélög sem standa að Kölku. Auk þess hefur verið ákveðið að sorphirðugjöld verði innheimt fyrir hverja tunnu, í stað hverrar íbúðar. Þessi breyting er gerð til þess að hvetja fólk til að nýta sér endurvinnslu frekar en að fleygja miklu í heimilissorpið.

 

Heimili sem hafa fengið tvær eða fleiri tunnur, en þurfa ekki á þeim að halda, geta skilað þeim inn til Kölku.

 

Gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2007.